«Gauragangur» by Ólafur Haukur Símonarson

Posted By: Gelsomino

«Gauragangur» by Ólafur Haukur Símonarson
Íslenska | ISBN: 9789935220929 | MP3@64 kbps | 10h 03m | 276.1 MB


Ormur Óðinsson er 16 ára og rétt að klára grunnskólann. Hann er að sjálfsögðu snillingur og töffari en það þýðir ekki endilega að allt hans líf sé í góðum gír. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást – allt blandast þetta saman og flækist hvað fyrir öðru í tvísýnu spili um hug hans og hjarta.

Gauragangur er drepfyndin og háalvarleg þroskasaga einnar skemmtilegustu andhetju Íslands, saga sem á erindi til allra sem nenna að hugsa, hlæja, reiðast fíflast, kyssast … og allt það.

Bókin kom fyrst út árið 1988 og naut þá strax mikillar hylli. Sagan hefur þegar verið þýdd á þrjú önnur tungumál. Sjálfstætt framhald sögunnar, Meiri gauragangur, kom síðan út árið 1991. Samnefnt leikrit Ólafs Hauks hefur verið sett á svið við miklar vinsældir, nú síðast í Borgarleikhúsinu.