«Söknuður – Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar» by Jón Ólafsson

Posted By: Gelsomino

«Söknuður – Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar» by Jón Ólafsson
Íslenska | ISBN: 9789935181053 | MP3@64 kbps | 8h 45m | 240.4 MB


Þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson lést í bílslysi í Lúxemborg um páskana 1978 var hann aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall. Lög hans höfðu smogið svo kirfilega að hjartarótum þjóðarinnar að fólki fannst sem það hefði misst nákominn ættinga við fráfall hans. Óhætt er að segja að þrjátíu árum eftir dauða sinn sé hann dáðari en nokkru sinni. Allir þekkja umsvifalaust vörumerki hans, hina hreinu og björtu rödd. Allir geta raulað Söknuð, Skýið og Lítinn dreng. Færri vita hins vegar að Vilhjálmur var forfallinn lesandi vísindaskáldsagna, var með próf í dáleiðslu, lagði stund á rússnesku og svahílí og tók virkan þátt í alþjóðlegri réttindabaráttu flugmanna. Hann sló ungur í gegn með lögum sem þóttu helst við hæfi hinna eldri en varð sífellt uppreisnargjarnari með aldrinum. Jón Ólafsson segir nú í fyrsta sinn alla sögu eins dáðasta listamanns þjóðarinnar fyrr og síðar. Á líflegan hátt og með innsæi tónlistarmannsins rekur hann lífsþráð Hólmars úr Höfnum sem að lokum varð goðsögnin Vilhjálmur Vilhjálmsson. Jón Ólafsson er einn þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar og margreyndur þáttastjórnandi í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur verið einn afkastamesti upptökustjóri landsins, verið tónlistarstjóri í fjölmörgum leiksýningum og samið fjölda þekktra laga. Jón hófst handa í febrúar á þessu ári og kom varla öðru að þar til að hann kláraði bókina nýlega. Jón safnaði gífurlegum heimildum fyrir bókina og ræddi við hátt í 300 manns til að kynnast þessum dáðasta söngvara þjóðarinnar. Einnig ferðaðist hann um allt land og út í heim til að gera Vilhjálmi eins góð skil og hægt er. Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar er fyrsta bók hans.