Tags
Language
Tags
May 2024
Su Mo Tu We Th Fr Sa
28 29 30 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 1

«Útkall: Geysir er horfinn» by Óttar Sveinsson

Posted By: Gelsomino
«Útkall: Geysir er horfinn» by Óttar Sveinsson

«Útkall: Geysir er horfinn» by Óttar Sveinsson
Íslenska | ISBN: 9789979784173 | MP3@64 kbps | 5h 29m | 150.8 MB


Þegar millilandaflugvélin Geysir, glæsilegasta flugvél Íslendinga, svarar ekki k-llum loftskeytamanna og lendir ekki í reykjavík á tilsettum tíma í september 1950 sækir ótti að fólki. Um borð eru sex manna áhöfn, átján hundar og lúxusvarningur sem flytja á frá Lúxemborg til New York. Hvar er vélin? Þegar síðast heyrðist frá henni var hún skammt frá Vestmannaeyjum.

Eftir að vélarinnar hefur verið saknað í rúma fjóra sólarhringa hafa aðstandendur og flestir landsmenn gefið upp vonina um að áhöfnin sé á lífi. Umfangsmikil leit á sjó, lofti og landi skilar engum árangri. Samúðarblóm hafa borist víða að og fólk er fraið að skrifa minningargreinar. Þá heyrist ógreinileg morssending. Loftskeytamaður á varðskipinu Ægi, sem statt er austur af Langanesi, heyrir ógreinilega: “staðaráakvörðun ókunn … allir á lífi”. Við tekur atburðarás sem á sér enga hliðstæðu.

Fólk grætur af gleði á götum Reykjavíkur þegar fréttist að áhöfn flúgvélarinnar sé á lífi. Vaskir fjallagarpar frá Akureyri og Reykjavík halda af stað í skyndi með takmarkaðan búnað á Willys-jeppum og vörubíl frá höfuðstað Norðurlands til bjargar fókinu. Ákvörðunarstaður er í rúmlega 1800 metra hæð – Bárðabunga á Vatnajökli. Tilraunir bandarískra hermanna til að bjarga fólkinu af jöklinum í flugvél mistakast. Þjóðin leggur allt sitt traust á íslenska björgunarleiðangurinn. Margir mannanna gengu 70-80 km á jökli, nánast hvíldarlaust, eftir að hafa ekið lítt kannaða öræfaleið, yfir hættuleg vatnsföll og úfin hraun.